English
Hvað get ég gert?

Ég vil aðstoð

  • Segðu frá.

    Talaðu við einhvern sem þú treystir, t.d. ættingja, vin, samstarfsfólk, yfirmann eða kennara, til að fá stuðning og eftir atvikum aðstoð til að stöðva hegðunina. Ef þú ert nemi þá ber skólanum skylda til að aðstoða þig. Ef hegðunin á sér stað á vinnustað eru víða til verkferlar til að taka á slíkri hegðun.

  • Skráðu atvikið.

    Nöfn, myndir, tími, staður, tilvitnanir. Taktu skjáskot ef atvikið varð á netinu. Skráðu allt sem þú manst.

Ég vil aðstoða

  • Sýndu samstöðu.

    Sýndu þeim sem verða fyrir orðræðunni að þú standir með þeim. Vertu til staðar og hlustaðu. Ekki setja læk eða áframsenda ef atvikið gerðist á netinu. Hjálpaðu viðkomandi að leita eftir aðstoð fagaðila.

  • Taktu afstöðu – beittu gagnorðræðu.

    Þú getur haft áhrif með því að grípa inn í aðstæður og beita gagnorðræðu (e. counterspeech). Reyndu að nálgast þann sem beitir hatursorðræðu af virðingu. Þú getur beint upplýsingum eða þekkingu til viðkomandi eða sýnt þeim sem orðræðan beinist að samkennd. Með því er hægt að sýna þeim sem urðu fyrir orðræðunni stuðning, auk þess að virkja mögulega fleiri til gagnorðræðunnar.

Tilkynningar

  • Hatursorðræðu má tilkynna til lögreglu.

    Lægri alvarleikastig tjáningar fordóma kunna að vera brot á jafnréttislöggjöfinni en einstaklingar sem telja ákvæði hennar hafa verið brotin gagnvart sér geta kært til kærunefndar jafnréttismála. Að jafnaði er sex mánaða kærufrestur til nefndarinnar. Jafnréttisstofa veitir ráðgjöf við undirbúning mála til kærunefndar.

    Sé hatursorðræðuna að finna á netinu bjóða vefsíður iðulega upp á sérstakan tilkynningarhnapp.

Orðin okkar
Notum orðin okkar til að uppræta hatur, ekki efla það